Fréttir
Stærðfræðikeppni grunnskólanna
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 13. mars s.l. Þátttakendur voru 101 úr 8. - 10. bekk úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Nemendur fengu pizzu og gos áður en keppnin hófst. Verðlaunaafhending fór svo fram á sal skólans í gær. Þar mættu 10 efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum, stærðfræðikennurum og stjórnendum...
Lesa meiraStóra upplestrarkeppnin
24. mars sl. voru samankomnir 13 fulltrúar allra skóla í Reykjanesbæ og úr grunnskólanum í Sandgerði til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Það var augljóst að nemendur höfðu æft sig vel og var unun að njóta þess að hlusta á góðan upplestur. Herdís Birta Sölvadóttir og Sonja Bjarney Róbertsdóttir Fisher voru fulltrúar Myllubakkaskóla stóðu s...
Lesa meiraPáskabingó
Á morgun miðvikudag verður páskabingó fyrir nemendur í 1.-7. bekk á sal skólans kl. 17:00-18:30. Eitt spjald kostar 200 kr. og þrjú spjöld kosta 500 kr. Mjög gott ef foreldrar koma með yngstu börnunum til að aðstoða þau. Sjoppa á staðnum....
Lesa meiraKjalnesingaleikarnir
Nemendur 7. bekkjar hafa nýlokið við að lesa Kjalnesingasögu og höfðu gaman af. Af því tilefni voru haldnir leikar í líkingu við þá sem haldnir voru í Kollafirði í sögunni. Keppt var í ýmsum þrautum t.d. Búa slönguskoti, Kolfinnshlaupi á kústskafti, skothittni með býtum, spjótkasti með pappírsskutlum, stígvélasparki og orðaþraut úr sögunni. Allir n...
Lesa meiraSkólahreysti
Á morgun, fimmtudaginn 19. mars kl. 16:00 - 18:00 fer fram keppni í Skólahreysti í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Það verða þau Arnór Máni, Bjarndís Sól, Ísak Óli úr 9. bekk og Ingunn Eva 10. bekk sem keppa fyrir hönd skólans. Við viljum hvetja nemendur í 6. - 10. bekk til að mæta í rauðu og skapa góða stemningu með okkur á pöllunum. Það verður boð...
Lesa meiraHönd í hönd
Myllubakkaskóli tók þátt í verkefninu Hönd í hönd í morgun. Nemendur leiddust í kringum skólann til að sýna samtöðu gegn kynþáttafordómum og með margbreytileika í samfélaginu. Allir voru kátir og hressir í góða veðrinu og má sjá myndir í myndasafni ....
Lesa meiraStarfsdagar og sólmyrkvi
Það eru starfsdagar í Myllubakkaskóla fimmtudaginn 19. mars og föstudaginn 20. mars og eru nemendur þá í fríi. Þessa daga er Frístundaskólinn lokaður. Föstudagsmorguninn 20. mars verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur á Íslandi í 61 ár. Þetta er sjaldgæft sjónarspil sem nær hámarki um kl. 9:40. Af þessu tilefni fékk skólinn sólmyrkvagleraugu að gjöf...
Lesa meiraSkólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Nemendur í 7. bekk hafa undanfarna mánuði tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Þeir hafa fengið leiðsögn hjá umsjónarkennurum um vandaðan og góðan upplestur. Allir nemendur árgangsins tóku þátt í bekkjakeppni og í morgun lásu svo átta nemendur, sem valdir voru úr bekkjakeppninni, á sal. Nemendur stóðu sig vel og valdi dómnefnd þær Herdísi Birtu ...
Lesa meiraÁrshátið Myllubakkaskóla
Árshátíð Myllubakkaskóla verður haldin föstudaginn 6. mars í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Nemendur í 2. - 10. bekk mæta á 15 mínútna æfingu um morguninn og fá tímasetningu um það frá umsjónarkennara. Allir nemendur skólans mæta svo kl. 12:45 og gera sig tilbúna fyrir árshátíðina sem hefst kl. 13:00. Að sýningu lokinni er öllum boðið í kaffi í B sa...
Lesa meiraÉg og þú, þú og ég, við saman
Það var líf og fjör á þriðjudaginn í skólanum en þá mættu 1. og 2. bekkingar með foreldrum sínum til að hafa gaman saman. Foreldrafélagið er að halda utan um námskeiðið Ég og þú, þú og ég, við tvö saman í annað sinn. Við þökkum fyrir frábærar undirtektir og fyrir að taka þátt í þessum degi með okkur. Sjá má fleiri myndir í myndasafni....
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.