• Skrifstofan er opin frá:

  Mán - fim: 7:45 - 15:30
  Fös: 7:45 - 14:00

 • Sími á skrifstofu

  420 1450

Sjúkrapróf

Komist nemandi ekki í próf á tilsettum tíma merkir kennari prófið með nafni hans, dagsetningu og lokadagsetningu og skilar til skrifstofustjóra. Kennari sendir foreldrum og nemanda tilkynningu um að prófið sé komið í sjúkraprófshólfið ásamt þeim tíma sem nemandi hefur til þess að leysa prófið. 

Á föstudögum kl. 12.00-15.00 í stjórnendarými geta nemendur leyst próf sem þeir hafa misst af. Nemendur tilkynna sig til skrifstofustjóra og finnur hann nemendum stað til þess að leysa prófið. Mikilvægt er að nemendur virði þessi tímamörk og mæti stundvíslega. 

Nemendur hafa að hámarki tvær vikur eftir að próf hefur verið lagt fyrir til að leysa það og er þá miðað við þá dagsetningu sem kennari skráir á prófið. 

Sé nemandi veikur eða í leyfi í lengri tíma gildir sú regla að frá og með þeim degi sem hann kemur aftur í skólann hefur hann tvær vikur til að leysa prófin samkvæmt ofangreindu fyrirkomulagi. 

Ekki er leyfilegt að sleppa kennslustund til þess að geta tekið sjúkrapróf.

 • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
 • FFGÍR
 • Reykjanesbær - Menntastefna
 • Reykjanesbær