• Skrifstofan er opin frá:

  Mán - fim: 7:45 - 15:30
  Fös: 7:45 - 14:00

 • Sími á skrifstofu

  420 1450

PBS - stuðningur við jákvæða hegðun

Skólaárið 2006-2007 hófst innleiðing á PBS (Positive Behavior Support) í skólanum. Skipað var teymi sem fundaði reglulega, það sótti námskeið og kynningarfundi til Reykjavíkur og hélt kynningarfundi fyrir annað starfsfólk skólans, nemendur og foreldra. Við undirbúning var skólanum skipt í 12 svæði, settar voru fram væntingar um hegðun fyrir hvert þeirra, útbúnar leiðbeiningar um kennslu hegðunar og gerðar tillögur að viðurkenningum. Reglurnar byggja á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (PBS –Positive Behavior Support) sem eru kenningar í atferlisfræði. Í dag er PBS teymi innan skólans sem fundar reglulega og sér um að viðhalda PBS í skólanum.

Áhersla er lögð á að skilgreina, kenna og styðja við æskilega hegðun. Með einföldum og skýrum reglum er reynt að leiðbeina nemendum og koma í veg fyrir hegðunarvanda. Allt starfsfólk skólans þekkir reglurnar og þar af leiðandi næst samræmi í aðgerðum.

Umbunað er fyrir jákvæða hegðun og beinist umbununin að bekkjardeildum. Notað er lýsandi hrós og bent á það sem vel er gert en það leiðrétt sem miður fer. Nálgunin beinist að skólanum í heild ekki síður en einstaka nemendum bæði í mati og fyrirbyggjandi aðgerðum. Viðmið fyrir umbun er 20 býti x nemendafjöldi. Aðal atriði þessara aðferða er að hegðunin er kennanleg, kennslan beinist að öllum nemendum skólans og allt starfsfólk leiðbeinir.

Markmiðið er að ná fram meiri árangri í námi og kennslu og aukinni félagsfærni. Skólanum og þeim svæðum sem skólastarf nær yfir er skipt í: Frístund, ganga og anddyri, matsal, snyrtingu, kennslurými, skólalóð, íþróttaaðstöðu, bókasafn, tölvu- og netnotkun, ferðir, samkomur og skemmtanir og síðast en ekki síst yfir og allt um kring.
Umgengnisvæntingar eru settar fram samkvæmt einkunnarorðum skólans sem eru:

VIRÐING – ÁBYRGÐ – JAFNRÉTTI - ÁRANGUR.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

 • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
 • FFGÍR
 • Reykjanesbær - Menntastefna
 • Reykjanesbær