Starfsdagar og sólmyrkvi
Það eru starfsdagar í Myllubakkaskóla fimmtudaginn 19. mars og föstudaginn 20. mars og eru nemendur þá í fríi. Þessa daga er Frístundaskólinn lokaður.
Föstudagsmorguninn 20. mars verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur á Íslandi í 61 ár. Þetta er sjaldgæft sjónarspil sem nær hámarki um kl. 9:40. Af þessu tilefni fékk skólinn sólmyrkvagleraugu að gjöf sem við ætlum að senda heim með nemendum í dag og á morgun. Að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum. Vengjuleg sólgleraugu eða 3D gleraugu duga ekki til. Því biðjum við foreldra/forráðamenn að fylgja því eftir að nemendur noti gleraugu.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.