Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Nemendur í 7. bekk hafa undanfarna mánuði tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Þeir hafa fengið leiðsögn hjá umsjónarkennurum um vandaðan og góðan upplestur. Allir nemendur árgangsins tóku þátt í bekkjakeppni og í morgun lásu svo átta nemendur, sem valdir voru úr bekkjakeppninni, á sal. Nemendur stóðu sig vel og valdi dómnefnd þær Herdísi Birtu Sölvadóttur og Sonju Bjarneyju Róbertsdóttur Fisher til að vera fulltrúar skólans í lokahátíðinni í Duushúsum þriðjudaginn 24. mars.
![]() |
Herdís Birta og Sonja Bjarney |
Sjá má fleiri myndir frá keppninni í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.