Ég og þú, þú og ég, við saman
Það var líf og fjör á þriðjudaginn í skólanum en þá mættu 1. og 2. bekkingar með foreldrum sínum til að hafa gaman saman. Foreldrafélagið er að halda utan um námskeiðið Ég og þú, þú og ég, við tvö saman í annað sinn. Við þökkum fyrir frábærar undirtektir og fyrir að taka þátt í þessum degi með okkur.
Sjá má fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.