Fréttir
Þorgrímur las fyrir miðstig
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn til okkar í Myllubakkaskóla og las fyrir krakka á miðstigi úr nýju bókinni sinni Krakkinn sem hvarf. Það er alltaf gaman að hlusta á Þorgrím en hann nær einstaklega vel til krakkanna sem stóðu sig vel....
Lesa meiraJólabingó
Jólabingó verður haldið í matsal skólans þriðjudaginn 11. desember . * kl. 17:00-18:30 fyrir 1. - 5. bekk. * kl. 19:00 - 20:30 fyrir 6. - 10. bekk. Spjaldið kostar 100 kr. Sjoppa á staðnum. Við hverjum foreldra til að mæta og aðstoða börnin sín....
Lesa meiraRithöfundar í heimsókn
Rithöfundarnir Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel heimsóttu unglingana í Myllubakkaskóla í morgun og lásu úr bók sinni Rökkurhæðir. Hilmar Örn Óskarsson heimsótti yngstu nemendurna og las fyrir þá úr bók sinn Kamilla Vindmylla og Bullorðna fólkið....
Lesa meiraJólaföndur 1. desember
Hið árlega jólaföndur Foreldrafélags Myllubakkaskóla verður haldið næstkomandi laugardag, 1. desember, kl. 11:00-13:00 á sal skólans. Til sölu verða föndurpakkningar. Gott er að hafa meðferðis skæri, lím, skriffæri og límbyssu ef mögulegt er. Á staðnum verður málning og penslar. Nemendur í 10. bekk verða með sölu á veitingum í fjáröflunarskyni. ...
Lesa meiraHeimsókn í 3. bekk
Fulltrúi Brunavarna Suðurnesja heimsótti 3. bekk, mánudaginn 26. nóvember, og fræddi nemendur um brunavarnir á heimilum. Þeir fengu að skoða slökkvibílinn og búnaðinn. Nemendur fengu bókagjöf og getraunaseðil sem þau skila inn til umsjónarkennara og fá þá vasaljós í verðlaun. Umsjónarkennari kemur seðlunum áfram og geta nemendur átt von á að vera ...
Lesa meiraOpinn dagur tókst vel
Mikið var um að vera á opnum degi í Myllubakkaskóla. Um morguninn fór fram kynning á íþróttum í íþróttahúsinu fyrir 1. - 7. bekk, nemendur í 8. - 10. bekk fóru í ýmsa leiki í félagsaðstöðu. Afrakstur þemadaga var til sýnis víðs vegar um skólann, lifandi tónlist ómaði, hörku bréfskutlukeppni var í íþróttahúsinu og einnig fór fram skákkeppni á sal. ...
Lesa meiraÞemadagar fara vel af stað
Þemadagar fóru vel af stað í morgun. Yfir 100 nemendur mættu í hafragraut sem boðið var upp á áður en skólahald hófst. Skutlur flugu um ganga skólans, teflt var af miklum áhuga og nemendur fræddust um allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Nemendur í 7. - 10. bekk fjölmenntu í opinn íþróttatíma kl. 14:00. Þar var farið í paintball og tónlistin ...
Lesa meiraÞemadagar og opinn dagur
Heilbrigt líferni Þemadagar í Myllubakkaskóla Dagana 21. - 23. nóvember verður hefðbundin kennsla brotin upp og haldnir verða þemadagar í skólanum. Þemað í ár er heilbrigt líferni. Nemendur vinna í aldursblönduðum hópum en þeim er skipt í yngsta stig (1.- 4. bekkur) miðstig (5.- 7. bekkur) og elsta stig (8.-10. bekkur). Hver nemandi fer á hinar ým...
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Í tilefni dagsins hafa nemendur í Myllubakkaskóla iðulega stigið á svið og sungið, lesið ljóð, spilað á hljóðfæri eða leikið leikrit. Á morgun, föstudag, munu nemendur í 1. - 5. bekk koma...
Lesa meiraSkólaferðalag 7. bekkinga að Reykjum
Síðastliðinn mánudag lögðu 7. bekkingar af stað í skólaferðalag að Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir hafa verið til mikillar fyrirmyndar og skemmta sér í leik og starfi. Áætlað er að þau komi heim um kl. 15:00 á morgun, föstudag....
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.