Þemadagar fara vel af stað
Þemadagar fóru vel af stað í morgun. Yfir 100 nemendur mættu í hafragraut sem boðið var upp á áður en skólahald hófst. Skutlur flugu um ganga skólans, teflt var af miklum áhuga og nemendur fræddust um allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Nemendur í 7. - 10. bekk fjölmenntu í opinn íþróttatíma kl. 14:00. Þar var farið í paintball og tónlistin ómaði.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.