Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Í tilefni dagsins hafa nemendur í Myllubakkaskóla iðulega stigið á svið og sungið, lesið ljóð, spilað á hljóðfæri eða leikið leikrit.
Á morgun, föstudag, munu nemendur í 1. - 5. bekk koma saman á sal kl. 8:30 og nemendur í 6. - 10. bekk kl. 10:00.
Foreldrar eru hjartanlega velkomnir :)
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.