Heimsókn í 3. bekk
Fulltrúi Brunavarna Suðurnesja heimsótti 3. bekk, mánudaginn 26. nóvember, og fræddi nemendur um brunavarnir á heimilum. Þeir fengu að skoða slökkvibílinn og búnaðinn. Nemendur fengu bókagjöf og getraunaseðil sem þau skila inn til umsjónarkennara og fá þá vasaljós í verðlaun. Umsjónarkennari kemur seðlunum áfram og geta nemendur átt von á að vera dregin út og hljóta þá enn frekari verðlaun.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.