Fréttir
Fjör í útskriftarferð 10. bekkinga
Dagana 21. - 24. maí eru nemendur í 10. bekk í útskriftarferðalagi að Hofi í Öræfum. Ýmislegt hefur verið brallað síðastliðna tvo daga s.s. klettaklifur, flúðasiglingar og farið upp Ingólfshöfða en þaðan er ægifagurt útsýni....
Lesa meiraVel heppnað skákmót á Barnahátíð
Gísli Freyr Pálmarsson úr Myllubakkaskóla og Sólon Siguringason sigruðu Krakkaskákmótið sem haldið var í samstarfi við Samsuð (félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum) um helgina. Mótið var ákaflega skemmtilegt og gleðin skein úr andlitum barnanna. Skákin hefur oft verið sögð íþrótt hugans og átti það sérlega við þennan dag....
Lesa meiraNámsmat að hefjast
Nú fara vorprófin að byrja. Próftaflan er birt hér með fyrirvara um breytingar....
Lesa meiraLjóðasamkeppni unga fólksins
Ljóðasamkeppnin „Ljóð unga fólksins“ hefur verið haldin á nokkurra ára fresti frá árinu 1998 og valin ljóð hafa verið gefin út. Haustið 2012 var verkefnið kynnt á skóla- og almenningssöfnum og 920 ljóð bárust. Úrval þessara ljóða birtist í bókinni „Ljóð unga fólksins 2013“. Sigriður Eydís Gísladóttir, nemandi í 8. HE í Myllubakkaskóla, á ljóð í he...
Lesa meiraMylluvísjón 2013
Mylluvísjón verður haldin á morgun, 8. maí, í Myllubakkaskóla. Keppnin er söngkeppni og eru 24 atriði sem keppa. Keppt er í tveimur flokkum, 3. - 6. bekkur og 7. - 10. bekkur. Óhætt er að segja að keppnin verði hörð þar sem keppendur hafa æft sig af kappi og eru mjög frambærilegir. Við viljum skora á alla krakka sem ekki taka þátt í keppninni að ...
Lesa meiraUmbun fyrir ástundun
Í gær, mánudag, héldu þeir nemendur sem eru með afbragðs ástundun upp í Heiðarskóla til að sjá leikritið ,,Í sambandi". Rúmlega 130 nemendur í 5. - 10. bekkjum hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Til að hljóta viðurkenningu fyrir góða ástundun verður nemandinn að ná í það minnsta 9,7 í ástundunareinkunn....
Lesa meiraGóð frammistaða í úrslitum Skólahreysti
Keppendur úr Myllubakkaskóla stóðu sig ákaflega vel í úrslitakeppni Skólahreysti. Þau Helena Rós, Inga Sól, Sindri Kristinn og Tómas skiluðu sínu með miklum ágætum og höfnuðu 5. sæti af 12 liðum í þessari mögnuðu keppni. Um 110 nemendur fylgdu krökkunum og voru þau til fyrirmyndar í hvatningu og framkomu. Til hamingju Myllubakkaskóli. Við óskum e...
Lesa meiraLitla upplestrarkeppnin
Föstudaginn 19. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin í fjórða bekk. Keppnin er litla systir Stóru upplestrarkeppninnar í sjöunda bekk og eru markmið og áherslur þær sömu. Nemendur hafa í vetur lagt mikla vinnu í að æfa skýran og vandaðan lestur og að lesa í pontu. Keppnin sem haldin var er einskonar uppskeruhátíð. Allir nemendur árgangsins tóku...
Lesa meiraGrímugerð í myndmennt
Í apríl var myndmenntahópurinn úr 7. bekk að búa til gifsgrímur. Einbeitingin leyndi sér ekki og allir lögðu sig fram um að gera grímu félagans sem flottasta. Í næsta tíma verða svo grímurnar málaðar og skreyttar. Kennaranemarnir sem voru hjá okkur í mars, þær Birgitta og Gulla, komu til að læra handtökin við grímugerðina og voru þær okkur til aðst...
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.