Mylluvísjón 2013
Mylluvísjón verður haldin á morgun, 8. maí, í Myllubakkaskóla. Keppnin er söngkeppni og eru 24 atriði sem keppa. Keppt er í tveimur flokkum, 3. - 6. bekkur og 7. - 10. bekkur. Óhætt er að segja að keppnin verði hörð þar sem keppendur hafa æft sig af kappi og eru mjög frambærilegir.
Við viljum skora á alla krakka sem ekki taka þátt í keppninni að koma og fylgjast með!!
Einnig viljum við bjóða alla foreldra sérstaklega velkomna.
Húsið opnar kl. 17:50 og keppnin hefst svo stundvíslega kl. 18:00. Keppnislok eru um kl. 20:00.
Mætum öll og myndum öflugt klapplið til að hvetja áfram þá nemendur sem sýna það hugrekki að stíga á svið !!!
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.