Góð frammistaða í úrslitum Skólahreysti
Keppendur úr Myllubakkaskóla stóðu sig ákaflega vel í úrslitakeppni Skólahreysti. Þau Helena Rós, Inga Sól, Sindri Kristinn og Tómas skiluðu sínu með miklum ágætum og höfnuðu 5. sæti af 12 liðum í þessari mögnuðu keppni. Um 110 nemendur fylgdu krökkunum og voru þau til fyrirmyndar í hvatningu og framkomu. Til hamingju Myllubakkaskóli. Við óskum einnig ,,grönnum" okkar úr Holtaskóla til hamingju með frábæran árangur í kepninni en lið Holtaskóla sigraði Skólahreysti í þriðja skipti á þremur árum.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.