Grímugerð í myndmennt
Í apríl var myndmenntahópurinn úr 7. bekk að búa til gifsgrímur. Einbeitingin leyndi sér ekki og allir lögðu sig fram um að gera grímu félagans sem flottasta. Í næsta tíma verða svo grímurnar málaðar og skreyttar. Kennaranemarnir sem voru hjá okkur í mars, þær Birgitta og Gulla, komu til að læra handtökin við grímugerðina og voru þær okkur til aðstoðar, þökkum við þeim en þær ætla líka að koma aftur og aðstoða við skreytingarnar.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.