Fréttir
Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Núna á þriðjudaginn fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. 10 þátttakendur úr 7. HM og 7. SI tóku þátt og stóðu sig virkilega vel. Einar Bjarki Einarsson og Júlía Mjöll Jensdóttir þóttu standa sig best og verða þau því fulltrúar Myllubakkaskóla í lokakeppninni sem fram fer fimmtudaginn 13. mars í Duus húsum....
Lesa meiraFrábærum þemadögum lokið
Frábærum útikennsludögum / þemadögum Myllubakkaskóla lauk föstudaginn 28. febrúar. Það er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til í alla staði. Nemendur nutu sín á öllum stöðvum, eitthvað var um foreldra sem kíktu á stöðvar á föstudaginn og tóku þátt með börnum sínum og svo má ekki gleyma því að veðrið var okkur hliðhollt alla dagana. ...
Lesa meiraÞemadagar fara vel af stað í frábæru veðri
Þemadagar Myllubakkaskóla hófust í dag en að þessu sinni er viðfangsefnið útikennsla og útinám. Rúmlega 300 nemendur gengu meðfram fjörunni í Garði að Garðskagavita þar sem staldrað var við áður en haldið var áfram að golfskála Golfklúbbs Sandgerðis. Eftir hádegismat fóru nemendur á sínar stöðvar sem líkt og nafn daganna gefur til kynna byggja á ...
Lesa meiraÞemadagar
Þemadagar Myllubakkaskóla verða dagana 26. - 28. febrúar. Að þessu sinni er þemað útikennsla. Dagskrá daganna fer því að mestu leyti fram utan dyra og því þurfa nemendur að vera klædd samkvæmt veðri til útiveru mest allan daginn. Ekki er þörf á að koma með skólatösku þessa daga, en gott að vera með léttan bakpoka með nesti (og drykk) og aukafatnaði...
Lesa meiraHerramenn í 10. HE
Piltarnir í 10. HE komu bekkjarsystrum sínum á óvart í dag. Í tilefni konudagsins sem var í gær buðu þeir stelpunum upp á dýrindis súkkulaðiköku. Stelpurnar voru að vonum ánægðar með herramennina í bekknum....
Lesa meiraAðstoðarkennari í ensku
Myllubakkaskóli fékk í vetur aðstoðarkennara í ensku á vegum Comenius. Comenius miðar að því að koma á gæðastarfi í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun. Fyrir tveimur árum fengum við kennaranema frá Póllandi. Í ár kom Francesca Gregni frá Ítalíu, hún hefur verið okkur til aðstoðar frá byrjun októbermánaðar. Hún hefur komið að kennslu í 4., 5. ...
Lesa meiraSkertur dagur 18. febrúar
Þriðjudaginn 18. febrúar er skertur dagur hjá nemendum. Kennsla er kl. 8:10-11:10. Þeir nemendur sem eru í áskrift geta farið í hádegismat áður en haldið er heim. Frístundaskólinn er opinn frá 11:10-16:00 fyrir þá sem eru skráðir í hann....
Lesa meiraGaf skólanum æfingatæki fyrir Skólahreysti
Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir fyrrum nemandi Myllubakkaskóla kom færandi hendi í skólann í dag. Inga Sól var í skólahreystiliði Myllubakkaskóla sem náði mjög góðum árangri í keppninni í fyrra. Inga Sól afhenti skólanum upphífinga - og hreysigreipatæki, dýfutæki og armbeygjutæki. Þessi gjöf mun gera nemendum í hreystivali kleift að æfa af krafti í...
Lesa meiraÞorgrímur Þráinsson ræddi við 10. bekkinga
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari heimsótti 10. bekkinga í morgun. Þorgrímur hefur undanfarin ár ferðast á milli skóla og rætt við elstu nemendur skólanna um lífsins gagn og nauðsynjar. Þorgrímur fer meðal annars ítarlega yfir það hvernig nemendur geta sett sér markmið til að ná markmiðum sínum ásamt þvi að segja þeim sögur af einsta...
Lesa meiraFín frammistaða í Gettu enn betur
Siðastliðinn mánudag fór fram spurningakeppni grunnskóla Reykjanesbæjar, Gettu enn betur. Fullrúar Myllubakkaskóla voru þau Andri Snær Sölvason, Jón Ásgeirsson og Saga Eysteinsdóttir og stóðu þau sig vel. Myllubakkaskóli keppti við Njarðvíkurskóla um sæti í úrslitarimmunni og laut Myllubakkaskóli í lægra haldi í þeirri viðureign. Lið Heiðarskóla ...
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.