Gaf skólanum æfingatæki fyrir Skólahreysti
Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir fyrrum nemandi Myllubakkaskóla kom færandi hendi í skólann í dag. Inga Sól var í skólahreystiliði Myllubakkaskóla sem náði mjög góðum árangri í keppninni í fyrra. Inga Sól afhenti skólanum upphífinga - og hreysigreipatæki, dýfutæki og armbeygjutæki. Þessi gjöf mun gera nemendum í hreystivali kleift að æfa af krafti í íþróttahúsinu við Myllubakkaskóla. Skólinn vill koma á framfæri kærum þökkum fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Á meðfylgjandi mynd er Inga Sól ásamt nokkrum nemendum úr hreystivali og kennurum þeirra þeim Guðjóni Árna og Hildi Maríu.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.




