Þemadagar fara vel af stað í frábæru veðri
Þemadagar Myllubakkaskóla hófust í dag en að þessu sinni er viðfangsefnið útikennsla og útinám. Rúmlega 300 nemendur gengu meðfram fjörunni í Garði að Garðskagavita þar sem staldrað var við áður en haldið var áfram að golfskála Golfklúbbs Sandgerðis. Eftir hádegismat fóru nemendur á sínar stöðvar sem líkt og nafn daganna gefur til kynna byggja á útikennslu og útinámi. Fjölbreytni er í fyrirrúmi í stöðvavali þar sem boðið er t.a.m. upp á ratleiki, eldunarstöðvar, fjölda alls kyns leikjastöðva og stærðfræðistöðva.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.