Þemadagar
Þemadagar Myllubakkaskóla verða dagana 26. - 28. febrúar. Að þessu sinni er þemað útikennsla. Dagskrá daganna fer því að mestu leyti fram utan dyra og því þurfa nemendur að vera klædd samkvæmt veðri til útiveru mest allan daginn. Ekki er þörf á að koma með skólatösku þessa daga, en gott að vera með léttan bakpoka með nesti (og drykk) og aukafatnaði. Við viljum vekja athygli á því að vegna þess að við færum kennsluna út og oft frá skólanum, þá verður ekki í boði að fá mjólkurglas fyrir þá nemendur sem eru í mjólkuráskrift.
Á miðvikudag hefjum við þemadagana með gönguferð. Við förum með strætó út í Garð og göngum meðfram sjávarsíðunni út að Garðskagavita þar sem við borðum nesti. Síðan göngum við eitthvað áfram í átt að Sandgerði og förum svo heim með strætó aftur. Það er nauðsynlegt að nemendur séu vel búnir til fótanna til göngu og með góðan/léttan hlífðarfatnað. Eftir hádegi þennan dag fara svo allir nemendur á stöðvar þar sem þeir fá að kynnast útikennslu.
Á fimmtudag verðum við í nágrenni skólans. Nemendur fara á þrjár mismunandi stöðvar.
Á föstudaginn förum við fylktu liði upp á Miðtúnsróló þar sem útikennslustofan okkar verður. Þar fáum við útikennslusvæðið formlega afhent frá Reykjanesbæ. Klukkan 9:50 fara nemendur á sína síðustu stöð. Foreldrum/forráðamönnum er boðið að taka þátt á stöðvunum sem og athöfninni á Miðtúnsróló ásamt börnum sínum.
Þemadagarnir hefjast klukkan 8:10 og lýkur á miðvikudag og fimmtudag kl. 13:10 en á föstudag lýkur skóla kl. 11:10. Nemendur í áskrift geta fengið sér hádegismat áður en haldið er heim.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.