Fréttir
Sumarlestur
Í skólalok voru nemendur í 1. - 6. bekk hvattir til að vera dugleg að lesa í sumar. Á skólaslitum fengu allir skráningarblað og var það samvinnuverkefni milli skólans og Bókasafns Reykjanesbæjar. Þeir nemendur sem voru dugleg að lesa í sumar og skiluðu skráningarblaðinu í haust fengu flotta viðurkenningu í síðustu viku....
Lesa meiraDanmerkurferð
Mánudaginn 8. október halda 33 nemendur 10. bekkjar og 3 kennarar til Danmerkur. Ferðinni er heitið til Aarup á Fjóni þar sem við ætlum að heimsækja skóla sem við erum í samstarfi við. Nemendur munu gista á heimilum danskra nemenda og fylgja þeim í skóla og aðra viðburði alla vikuna. Bæði verða hefðbundnir skóladagar og óhefðbundnir. Við munum t.d...
Lesa meiraMyndasafnið er komið í lag
Myndasafnið á heimasíðunni er komið í lag. Myndir frá síðasta skólaári og þessu skólaári eru komnar inn og myndir frá fyrri árum munu koma inn hægt og rólega....
Lesa meiraStarfsdagur og foreldradagur
Mánudaginn 1. október er starfsdagur í Myllubakkaskóla. Þann dag er engin kennsla og frístundaskólinn er lokaður. Þriðjudaginn 2. október er foreldradagur. Þá mæta foreldrar ásamt nemendum í viðtal samkvæmt boðunarblaði frá umsjónarkennara. Þennan dag er engin kennsla en frístundaskólinn er opinn frá kl. 8:10 - 16:00 fyrir þá sem eru skráðir í ha...
Lesa meiraSnorrastaðatjarnir
Föstudaginn 14. september fór 5. bekkur í vettvangsferð á Snorrastaðatjarnir að veiða hornsíli.Tilgangur ferðarinnar var að skoða náttúru og lífríki í tjörnunum og í kringum tjarnirnar. Krakkarnir veiddu mörg síli og brunnklukkur með háfi sem þau fengu að taka með sér heim. Ferðin var mjög skemmtileg, veðrið gott og krakkarinr áhugasamir og til fyr...
Lesa meiraSamræmd könnunarpróf í Myllubakkaskóla
Samræmd könnunarpróf fara fram dagana 17. - 21. september. Prófin vara frá kl. 09:00 - 12:00. Hjá 4. og 7. bekkjum er prófið í tveimur lotum hlé/nesti er tekið kl. 10:00 í 4. bekk og kl. 10:10 í 7. bekk. Seinni lotu lýkur kl. 11:20 hjá 4. bekk og 11:40 hjá 7. bekk. Nemendur í 10. bekk taka prófið í einni lotu og mega þeir yfirgefa prófstofu kl. 11:...
Lesa meiraDagur læsis
Alþjóðlegur dagur læsis er 8. september ár hvert. Þá eru fjölskyldur hvattar til að lesa saman. Hér er hægt að nálgast grein sem inniheldur nokkrar hugmyndir....
Lesa meiraFrábær þátttaka á gagnlegum foreldrafundum
Um 85% nemenda áttu fulltrúa á nýafstöðnum foreldrafundum hér í Myllubakkaskóla. Á fundunum var fjallað um mikilvæga þætti í skólastarfinu og framtíðarsýn Myllubakkaskóla. Starfsmenn vilja þakka foreldrum fyrir frábæra mætingu og að vera umhugað um hið veigamikla starf sem foreldrar, nemendur og starfsmenn Myllubakkaskóla vinna í sameiningu....
Lesa meiraForeldrafundir
Fundir fyrir foreldra nemenda í Myllubakkaskóla verða haldnir mánudag, þriðjudag og miðvikudag næstkomandi. Mikilvægt að allir mæti! * Mánudagur 3. september - 2., 3. og 4. bekkur kl. 18:00 - 19:00 í stofum 21, 22 og 23. * Þriðjudagur 4. september - 5., 6. og 7. bekkur kl. 18:00 - 19:00 í stofum 21, 22 og 23. * Miðvikudagur 5. september - 8., 9....
Lesa meiraMenningardagur - skertur dagur
Á morgun, föstudaginn 31. ágúst, verður menningardagur í Myllubakkaskóla. Þann dag er skertur dagur og eru nemendur í skólanum til kl. 11:10. Þeir nemendur sem eru áskrift geta fengið sér að borða áður en þeir halda heim. Frístundaskólinn verður opinn frá 11:10 til kl. 16:00 fyrir þau börn sem eru skráð í hann....
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.