Frábær þátttaka á gagnlegum foreldrafundum
Um 85% nemenda áttu fulltrúa á nýafstöðnum foreldrafundum hér í Myllubakkaskóla. Á fundunum var fjallað um mikilvæga þætti í skólastarfinu og framtíðarsýn Myllubakkaskóla. Starfsmenn vilja þakka foreldrum fyrir frábæra mætingu og að vera umhugað um hið veigamikla starf sem foreldrar, nemendur og starfsmenn Myllubakkaskóla vinna í sameiningu.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.