• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

6. október 2012

Danmerkurferð

Mánudaginn 8. október halda 33 nemendur 10. bekkjar og 3 kennarar til Danmerkur. Ferðinni er heitið til Aarup á Fjóni þar sem við ætlum að heimsækja skóla sem við erum í samstarfi við.  Nemendur munu gista á heimilum danskra nemenda og fylgja þeim í skóla og aðra viðburði alla vikuna. Bæði verða hefðbundnir skóladagar og óhefðbundnir. Við munum t.d. heimsækja H. C. Andersen Hus í Odense og einnig skoða listasafn þar.  Ýmis verkefni hafa verið unnin í aðdraganda ferðarinnar og eru nemendur í 5 manna vinnuhópum sem 2 Íslendingar og 3 Danir skipa. Þau hafa m.a. unnið að kynningu á fermingarsiðum í báðum löndum og munu kynna sín verkefni þegar út er komið. Á heimleiðinni verður stoppað í Kaupmannahöfn og þar verða Tívolí, Strikið og margir aðrir markverðir staðir skoðaðir.  Verkefnið og samskiptin við dönsku krakkana halda svo áfram í allan vetur og enda á að Danirnir koma hingað til okkar í maí nk.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær