Samræmd könnunarpróf í Myllubakkaskóla
Samræmd könnunarpróf fara fram dagana 17. - 21. september. Prófin vara frá kl. 09:00 - 12:00.
Hjá 4. og 7. bekkjum er prófið í tveimur lotum hlé/nesti er tekið kl. 10:00 í 4. bekk og kl. 10:10 í 7. bekk. Seinni lotu lýkur kl. 11:20 hjá 4. bekk og 11:40 hjá 7. bekk.
Nemendur í 10. bekk taka prófið í einni lotu og mega þeir yfirgefa prófstofu kl. 11:00.
Foreldrafélag Myllubakkaskóla býður nemendum upp á rúnstykki og safa fyrir sérhvert próf kl. 08:30.
10. bekkur:
Mánudagur 17. september kl. 09:00 Íslenska
Þriðjudagur 18. september kl. 09:00 Enska
Miðvikudagur 19. september kl. 09:00 Stærðfræði
4. og 7. bekkir
Fimmtudagur 20. september kl. 09:00 Íslenska
Föstudagur 21. september kl. 09:00 Stærðfræði
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.