Fréttir
Útikennsla
Kennarar skólans hafa verið duglegir síðustu daga að færa kennsluna út úr skólanum. Nemendur hafa verið mjög ánægðir með kennara sína og njóta sín í botn. Á myndasvæði má sjá myndir frá því þegar nemendur í 5. bekk fóru með Guðbjörgu heimilisfræðikennara út að elda súpu....
Lesa meiraElla umferðartröll í heimsókn
Föstudaginn 4. október fengu nemendur í 1. og 2. bekk að sjá leikritið um Benna litla og vinkonu hans Ellu tröllastelpu. Ella kann ekki umferðarreglurnar svo Benni ákveður að hjálpa henni og um leið og hann kennir henni læra nemendur með henni. Nemendur okkar skemmtu sér mjög vel á sýningunni og muna nú eflaust enn betur umferðarreglurnar. Fleiri ...
Lesa meiraStarfsdagur og samskiptadagur
Þriðjudaginn 1. október er starfsdagur í Myllubakkaskóla. Þann dag er frí hjá nemendum og frístundaskólinn er lokaður. Miðvikudaginn 2. október er samskiptadagur. Þá mæta nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum í viðtal hjá umsjónarkennara samkvæmt boðunarblaði. Frístundaskólinn er opinn kl. 8:10-16:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir í hann....
Lesa meiraSumarlestur
Í gær fengu þeir nemendur, sem voru duglegir að lesa í sumar og skiluðu skráningarblaði til umsjónarkennara, viðurkenningu. Til hamingju krakkar, þetta á eftir að skila sér í bættri lestrarfærni : ) Fleiri myndir í myndasafni....
Lesa meiraFerð að Snorrastaðatjörnum
Miðvikudaginn 18. september fór 5. bekkur HT í vettvangsferð. Ferðinni var heitið að Snorrastaðatjörnum til að veiða síli. Veðrið var gott og ótrúlegt en satt að þá hélst hann þurr þennan daginn :-) Börnin veiddu og veiddu og áttu erfitt með að stoppa til að borða nestið sitt. Sum rétt hentu upp í sig nokkrum bitum og héldu svo veiðinni áfram. Dagu...
Lesa meiraSamræmd próf í næstu viku
Samræmd próf í næstu viku Foreldrafélag skólans ætlar að bjóða upp á rúnstykki og safa fyrir prófin. Nemendur mæta því í skólann kl. 8:20. Muna að koma vel sofin og með öll námsgögn í prófin. Samræmd próf í 10. bekk Nemendur geta fengið aðstoð fyrir prófin þessa daga: Föstudagur kl. 14:00 - íslenska Mánudagur kl. 13:10 - enska Þriðjudagur kl. ...
Lesa meiraLjósanótt
Nemendur tíundu bekkja og foreldrar þeirra voru í fjáröflun á ljósanótt. Allt gekk vel fyrir sig nema veðrið sem hefði mátt vera betra. Í tilefni helgarinnar sömdu nokkrar stúlkur vísur og ljóð sem ásamt öðrum ljóðum voru notuð til að votta að búið væri að borga stæði fyrir viðkomandi húsbíl. Ljósalæti Velkomin á Ljósanótt! Hér muntu ekki sofa rótt...
Lesa meiraÚtivistardagur
Skemmtilegur dagur hófst með því að strætó skutlaði nemendum í Innri Njarðvík. Gengið var meðfram sjávarsíðunni úr Víðidal áleiðis að Stekkjarkoti. Á leiðinni var fundin laut til að snæða nestið. Það var ýmislegt sem nemendur sáu og upplifðu, svo sem dauð hrefna í fjörunni og geithafurinn sem strauk úr girðingunni....
Lesa meiraÞakkir fyrir góða foreldrafundi
Núna í vikunni voru haldnir foreldrafundir í öllum árgöngum skólans. Þátttaka var ágæt eða um 80%. Á fundunum kynntu umsjónarkennarar og sérgreinakennarar áherslur í starfi vetrarins þar sem sérstök áhersla var lögð á nýja lestrarstefnu og stærðfræðiferla. Við í Myllubakkaskóla viljum þakka foreldrum fyrir þátttökuna og minna sérstaklega á að áv...
Lesa meiraSetning ljósanætur
Setnig ljósanætur fór fram í dag. Farið var í skrúðgöngu þar sem eldri nemendur leiddu þá yngri. Þegar hópurinn kom í skrúðgarðinn var tækifærið notað og tekin hópmynd. Allir nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar söfnuðust svo saman fyrir framan Myllubakkaskóla og sungu Meistari Jakob á nokkrum tungumálum og Ljósanæturlagið. Að því loknu var ma...
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.