Ferð að Snorrastaðatjörnum
Miðvikudaginn 18. september fór 5. bekkur HT í vettvangsferð. Ferðinni var heitið að Snorrastaðatjörnum til að veiða síli. Veðrið var gott og ótrúlegt en satt að þá hélst hann þurr þennan daginn :-) Börnin veiddu og veiddu og áttu erfitt með að stoppa til að borða nestið sitt. Sum rétt hentu upp í sig nokkrum bitum og héldu svo veiðinni áfram. Dagurinn var hreint út sagt yndislegur og börnin svo stillt og prúð. Eftir daginn héldu svo nemendur heim með aflann sinn í fötu, sæl og kát eftir daginn.
![]() |
Ánægður hópur |
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá í myndasafni
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.