Samræmd próf í næstu viku
Samræmd próf í næstu viku
Foreldrafélag skólans ætlar að bjóða upp á rúnstykki og safa fyrir prófin. Nemendur mæta því í skólann kl. 8:20.
Muna að koma vel sofin og með öll námsgögn í prófin.
Samræmd próf í 10. bekk
Nemendur geta fengið aðstoð fyrir prófin þessa daga:
Föstudagur kl. 14:00 - íslenska
Mánudagur kl. 13:10 - enska
Þriðjudagur kl. 13:10 - stærðfræði
Prófin verða:
Mánudagur - íslenskupróf - þriðjudagur enskupróf - miðvikudagur stærðfræðipróf
Nemendur mæta í skólann kl. 8:20. Próftíminn er frá kl. 9:00 - 12:00 alla prófdagana. Þeir nemendur sem hafa lokið prófi geta farið heim kl. 11:00 ekki fyrr.
Nemendur eiga að mæta með penna, blýant, strokleður, yddara og gott nesti í öll prófin.
Í stærðfræðiprófinu eiga nemendur að mæta með reglustiku, gráðuboga og vasareikni.
Samræmd próf í 4. og 7. bekk
Fimmtudagur íslenska - föstudagur stærðfræði
Nemendur mæta í skólann kl. 8:20.
4. bekkur
Próftími er frá kl. 9:00 - 11:20.
Nemendur eiga að mæta með penna, blýant, strokleður, yddara og gott nesti.
Í stærðfræðiprófinu eiga nemendur að mæta með reglustiku og vasareikni.
7. bekkur
Próftími er frá kl. 9:00 - 11:40
Nemendur eiga að mæta með penna, blýant, strokleður, yddara og gott nesti.
Í stærðfræðiprófinu eiga nemendur að mæta með reglustiku, gráðuboga og vasareikni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.