Þakkir fyrir góða foreldrafundi
Núna í vikunni voru haldnir foreldrafundir í öllum árgöngum skólans. Þátttaka var ágæt eða um 80%. Á fundunum kynntu umsjónarkennarar og sérgreinakennarar áherslur í starfi vetrarins þar sem sérstök áhersla var lögð á nýja lestrarstefnu og stærðfræðiferla. Við í Myllubakkaskóla viljum þakka foreldrum fyrir þátttökuna og minna sérstaklega á að ávinningurinn af aukinni samvinnu skilar sér hvoru tveggja inn í skólann og inn á heimilið. Kærar þakkir.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.