Ella umferðartröll í heimsókn
Föstudaginn 4. október fengu nemendur í 1. og 2. bekk að sjá leikritið um Benna litla og vinkonu hans Ellu tröllastelpu. Ella kann ekki umferðarreglurnar svo Benni ákveður að hjálpa henni og um leið og hann kennir henni læra nemendur með henni. Nemendur okkar skemmtu sér mjög vel á sýningunni og muna nú eflaust enn betur umferðarreglurnar.
Fleiri myndir eru í myndasafninu.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.