Setning ljósanætur
Setnig ljósanætur fór fram í dag. Farið var í skrúðgöngu þar sem eldri nemendur leiddu þá yngri. Þegar hópurinn kom í skrúðgarðinn var tækifærið notað og tekin hópmynd. Allir nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar söfnuðust svo saman fyrir framan Myllubakkaskóla og sungu Meistari Jakob á nokkrum tungumálum og Ljósanæturlagið. Að því loknu var marglitum blöðrum sleppt og var það tilkomumikil sjón.
Myndir frá setningunni má finna í myndasafninu.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.