• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

Fréttir

12. apríl 2017
Páskafrí

Við óskum öllum gleðilegra páska og vonum að þið njótið þess að vera í fríi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18. apríl 2017....

Lesa meira
5. apríl 2017
Páskabingó fyrir 1. - 7. bekk

Fimmtudaginn 6. apríl verður páskabingó fyrir 1.-7. bekk í Myllubakkaskóla. Mjög mikilvægt er að nemendur í 1.-3. bekk komi í fylgd með fullorðnum. Bingóið hefst kl. 17:00 Sala spjalda hefst kl. 16:30. Sjoppan verður opin. Mætið snemma! Eingöngu hægt að greiða með peningum! Eitt spjald kostar 300 kr. Tvö spjöld kosta 500 kr....

Lesa meira
29. mars 2017
Árshátíð

Árshátíð Myllubakkaskóla verður haldin föstudaginn 31. mars kl. 13:00 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Nemendur mæta kl. 12:45 nema umsjónarkennari hafi nefnt annan tíma. Nemendur í 2.-10. bekk mæta á æfingu um morguninn og hafa umsjónarkennarar látið vita með tímasetningu á hana. Foreldrar/forráðamenn og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomin...

Lesa meira
Skólahreysti
21. mars 2017
Skólahreysti

Undankeppni Skólahreysti fer fram miðvikudaginn 22. mars. Keppnin fer fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 16:00. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni. Skólahreystilið Myllubakkaskóla 2017 Hraðaþraut : Bartosz Wszeborowski Sveindís Jane Jónsdóttir Upphýfingar og dýfur: Stancho Elenkov Tanyuv ...

Lesa meira
10. mars 2017
Ágætu foreldrar/forráðamenn

Dagana 15.-17. mars nk. er starfsfólk Myllubakkaskóla að fara í náms- og kynnisferð til Þýskalands. Frí verður í skólanum þessa daga hjá nemendum og frístundaskólinn er lokaður. Nemendur mæta aftur í skólann mánudaginn 20. mars samkvæmt stundaskrá....

Lesa meira
10. mars 2017
Drodzy rodzice/opiekunowie

W dniach od 15 do 17 marca br. odbedzie sie wyjazd studyjny, czyli naukowo-poznawczy pracowników Myllubakkaskóli do Niemiec. W tych dniach nie bedzie zajec lekcyjnych dla uczniów, równiez swietlica bedzie zamknieta. Zajecia lekcyjne rozpoczynamy ponownie 20 marca zgodnie z planem....

Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
6. mars 2017
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ og Sandgerði þar sem 14 nemendur úr sjö skólum tóku þátt. Keppendur Myllubakkaskóla voru Sæþór Elí og Klaudia og gerði Sæþór sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Báðir keppendur okkar stóðu sig sérlega vel og voru skólanum til mikils sóma. Sigurvegari keppninnar í fyrra, okkar nemand...

Lesa meira
Mylluvísjón úrslit
3. mars 2017
Mylluvísjón úrslit

Söngkeppnin Mylluvísjón fór fram í gær. Flutt voru 18 atriði og voru 25 þátttakendur sem tóku þátt og stóðu sig allir með mikilli prýði. Í yngri flokki (3. - 6. bekkur) var það Bryndís Björk sem bar sigur úr býtum. Anika og Guðný Kristín urðu í 2. sæti og Aðalbjörg í því þriðja. Þær eru allar í 3. bekk.  Í eldri flokki (7. - 10. bekk) sigraði Herdí...

Lesa meira
1. mars 2017
Mylluvísjón 2017

Mylluvísjón verður haldin á morgun, 2. mars, í Myllubakkaskóla. Keppnin er söngkeppni þar sem keppt er í tveimur flokkum, annars vegar 3. – 6. bekkur og síðan 7. – 10. bekkur. Óhætt er að segja að keppnin verði hörð þar sem keppendur hafa æft sig af kappi og eru mjög frambærilegir. Við viljum skora á alla krakka sem ekki taka þátt í keppninni en ha...

Lesa meira
28. febrúar 2017
Öskudagur

Öskudagur verður með hefðbundnu sniði í skólanum á morgun. Allir nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 8.10 og eru þeir hvattir til að koma í öskudagsbúningum. Þetta er skertur nemendadagur og mun því skipulögðu skólastarfi ljúka kl. 11.00. Nemendur geta borðað áður en þeir fara heim. Á matseðli Skólamatar er samloka, safi og ávöxtur. Frístundaskól...

Lesa meira
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær