• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

10. maí 2017

List fyrir alla

Þann 2. og 3. maí tók 9. bekkurinn þátt í verkefninu ,,List fyrir alla" þar sem nemar frá Listaháskóla Íslands unnu með nemendur í listasmiðjum. Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að nemendur þjálfuðust í myndrænni túlkun á umhverfi, náttúru og landslagi. Afrakstur þessa daga er stórt ,,landakort" sem búið er til úr sexhyrningum sem nemendur útbjuggu. Við vinnu þessa mynduðust áhugaverðar og góðar umræður um umhverfið okkar sem nemendur höfðu bæði gagn og gaman af. Við þökkum Listaháskólanemunum, Degi, Þóreyju og Guðbrandi, fyrir komuna og skemmtilega daga.
Verkið er til sýnis fyrir framan myndmenntastofu skólans og við hvetjum sem flesta til að skoða það.

Fleiri myndir í myndasafni.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær