• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

Fréttir

16. desember 2013
Skemmtilegt jólaskákmót - Gísli Freyr bar sigur úr býtum

Samsuð og Krakkaskák.is héldu árlegt jólaskákmót í gær. Að þessu sinni var það haldið í Grunnskóla Grindavíkur og var fyrir öll börn á Suðurnesjasvæðinu. Þátttaka var góð en keppt var með skákklukkum með 10 mínútna umhugsunartíma.  Keppt var í tveimur aldursflokkum, annars vegar 7-10 ára og hins vegar 11-16 ára. Hart var barist við skákborðin og sá...

Lesa meira
13. desember 2013
Sjálfsmynd drengja og stúlkna

Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir heimsóttu Myllubakkaskóla í dag og voru með fyrirlestra fyrir nemendur í 7. - 10. bekkjum skólans um sjálfsmynd unglinga.  Þau fóru yfir fjölmörg atriði sem unglingar eru að velta fyrir sér í dag.  Bjarni og Kristín náðu vel til nemendanna og gáfu þeim mörg góð ráð fyrir framtíðina.  Myllubakkaskóli vill þakka...

Lesa meira
13. desember 2013
Aðventustund

Aðventustund Myllubakkaskóla var líkt og fyrri ár frábær skemmtun.  Nemendur í öllum árgöngum sýndu alls kyns atriði á sal við góðar undirtektir annarra nemenda, foreldra og starfsmanna skólans....

Lesa meira
13. desember 2013
Umbun fyrir ástundun

Síðastliðinn miðvikudag fóru allir nemendur sem eru með að lágmarki 9,7 í ástundun í bíó.  Nemendum fannst rosalega gaman í bíó en eldri nemendur sáu myndina Hunger games og yngri nemendur sáu myndina Turbo....

Lesa meira
13. desember 2013
Gunni Helga með skemmtilegan upplestur

Mánudaginn 9. desember kom rithöfundurinn Gunnar Helgason í heimsókn og las úr bók sinn Rangstæður í Reykjavík.  Gunnar er með eindæmum skemmtilegur upplesari og hélt nemendum í 3. - 7. bekk svo sannarlega við efnið....

Lesa meira
3. desember 2013
Jólabingó

Jólabingó verður í matsal skólans miðvikudaginn 4. desember. 1. - 5. bekkur kl. 17:00 - 18:30.   Foreldrar hjartanlega velkomir. 6. - 10. bekkur kl. 19:00 - 20:30 Spjaldið kostar 200 kr. Sjoppa á staðnum....

Lesa meira
29. nóvember 2013
Ágúst Kristinn sótti gull til Skotlands

Ágúst Kristinn Eðvarðsson nemandi í 7. HM heldur áfram að gera góða hluti á alþjóðlegum taekwondo mótum.  Um síðustu helgi keppti hann á Opna skoska meistaramótinu og bar sigur úr býtum í sínum aldursflokki.  Vel af sér vikið Ágúst....

Lesa meira
26. nóvember 2013
Jólaföndur

Hið árlega jólaföndur Foreldrafélags Myllubakkaskóla verður haldið fimmtudaginn 5. desember 2013 frá klukkan 17:00 – 19:00 á sal skólans. Til sölu verða föndurpakkningar. Gott er að hafa meðferðis skæri og límbyssu ef þið eigið. Á staðnum verður málning og penslar. Tíundu bekkingar verða með sölu á vörum og veitingum í fjáröflunarskyni. F.F.M....

Lesa meira
21. nóvember 2013
Eldvarnarátak á landsvísu hófst í Myllubakkaskóla í dag

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í dag. Þar aðstoðaði Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja við slökkvistarf og að upplýsa þriðju bekkinga um eldvarnir. Fram kemur í tilkynningu frá landssambandinu, að slökkviliðsmenn hvetji fólk til...

Lesa meira
20. nóvember 2013
Bekkjarskemmtun hjá 4. SS

Mánudaginn 18. nóvember hittist 4. bekkur í stofunni sinni ásamt foreldrum. Þar föndruðu þau ljósker úr krukku og síðan var farið í göngu með ljóskerin upp Hafnargötuna. Stefnan var tekin á Knús Café, en þar fengu þau heitt kakó og smákökur. Veðrið var frábært og gaman að ganga með ljóskerin í myrkrinu. Sjá má myndir í myndasafninu....

Lesa meira
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær