Eldvarnarátak á landsvísu hófst í Myllubakkaskóla í dag
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í dag. Þar aðstoðaði Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja við slökkvistarf og að upplýsa þriðju bekkinga um eldvarnir.
Fram kemur í tilkynningu frá landssambandinu, að slökkviliðsmenn hvetji fólk til að efla eldvarnir á heimilum.
Slökkviliðsmenn heimsækja vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Umhverfisráðherra fræddi börn í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ um eldvarnir í dag.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.