Skemmtilegt jólaskákmót - Gísli Freyr bar sigur úr býtum
Samsuð og Krakkaskák.is héldu árlegt jólaskákmót í gær. Að þessu sinni var það haldið í Grunnskóla Grindavíkur og var fyrir öll börn á Suðurnesjasvæðinu. Þátttaka var góð en keppt var með skákklukkum með 10 mínútna umhugsunartíma. Keppt var í tveimur aldursflokkum, annars vegar 7-10 ára og hins vegar 11-16 ára. Hart var barist við skákborðin og sáust mörg glæsileg tilþrif. Megintilgangur með mótinu var að fá krakkana til að vera með. Gísli Freyr Pálmarsson nemandi í 9. ÞG Myllubakkaskóla bar sigur úr býtum í eldri flokki drengja.
Eldri flokkur drengja:
1. Gísli Freyr Pálmarsson, Myllubakkaskóli.
2. Ólafur Freyr Sigurbjargarson, Grunnskóli Grindavíkur.
3. Magnús Snær Dagbjartsson, Sæmundarskóli.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.