Fréttir
Víðavangshlaup 2014
Föstudaginn 3. október síðastliðinn var haldið víðavangshlaup í Myllubakkaskóla. Hlaupið var liður í hreyfi-heilsu og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Allir nemendur tóku þátt og hlupu eða gengu hringinn sem var 2,5 kílómetrar. Veðrið var frábært og gaman var að fylgjast með nemendum og starfsfólki sem þeysti um göturnar með bros á vör. Veitt voru verð...
Lesa meira2 fyrir 1
Á morgun fimmtudaginn 2. október verður 2 fyrir 1 býti. Við hvetjum ykkur að fara í gegnum töskur og pennaveski hjá börnum ykkar og senda þau með býtin sem liggja heima í skólann á morgun. Fyrir hvert býti sem nemandi skilar inn fær hann skráð á sig tvö býti....
Lesa meiraHreyfivika 2. - 7. október
Í næstu viku er Hreyfivika (Move week) haldin um alla Evrópu og einnig er heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Myllubakkaskóli ætlar að taka virkan þátt og verðum við því með áherslu á hollustu, hreyfingu og leiki þessa viku. Vegna slæms veðurs breyttust dagsetningarnar hjá okkur. Við munum byrja fimmtudaginn 2. október og enda þriðjudaginn 7. ...
Lesa meiraSamskiptadagur 1. október
Miðvikudaginn 1. október mæta nemendur í viðtal ásamt foreldrum/ábyrgðarmönnum samkvæmt boðunarblaði frá umsjónarkennara. Viðtalið tekur um 15 mínútur. Þennan dag er engin kennsla en frístundaskólinn er opinn frá kl. 8:10-16:00 fyrir þá sem eru skráðir í hann....
Lesa meiraSamræmd próf 22. - 26. september
Nemendur í 4. , 7. og 10. bekk munu fara í samræmd próf í þessari viku. Nemendur eiga að vera mættir kl. 8:45 og byrja prófin kl. 9:00. Morgunmatur verður í boði foreldrafélagsins kl. 8:20-8:45 í matsal skólans. Mikilvægt er að nemendur komi úthvíldir og með hollt og gott nesti. 10. bekkur 22. september íslenska 23. september enska 24. septembe...
Lesa meiraÚtivistardagur
Í dag fóru allir nemendur skólans í gönguferð. Gengið var meðfram strandlengjunni í Innri Njarðvík og kíkt á dýrin í Landnámsdýragarðinum. Nemendur skemmtu sér konunglega og nutu sín úti í náttúrunni. Fleiri myndir má sjá í myndasafni og á fésbókinni....
Lesa meiraLífið í frístund
Í blíðviðrinu í gær voru börnin í frístund úti allan daginn í leik. Þau borðuðu úti og tóku ýmislegt "innidót" með sér út. Í myndasafninu má sjá fleiri myndir....
Lesa meiraMyllubakkaskóli á fésbókinni
Nýlega var stofnuð fésbókarsíða fyrir Myllubakkaskóla. Hún er aðgengileg öllum á facebook.com/myllubakkaskoli . Til þess að vera með þarf að samþykkja (like) síðuna....
Lesa meiraSetning ljósanætur og skertur dagur
Fimmtudaginn 4. september er setning Ljósanæturhátíðar hér við Myllubakkaskóla klukkan 10:30. Nemendur fara í stutta skrúðgöngu og raða sér síðan upp fyrir framan aðalinngang skólans ásamt öllum grunn- og leikskólum í Reykjanesbæ. Við hvetjum nemendur til að klæðast einhverju rauðu í tilefni dagsins. Föstudagurinn 5. september er skertur nemendadag...
Lesa meiraForeldrafundir
Dagana 1. - 3. september verða fundir fyrir foreldra nemenda í Myllubakkaskóla. Fundirnir fara fram í stofum 21 - 25 á bláa ganginum. Þar verður farið yfir helstu atriði komandi vetrar s.s. námsefni, samræmdu prófin, sérgreinar og fleira. Mánudagur 1. september kl. 18:00-19:00 - 1. - 4. bekkur Stofa 21 - 1. bekkur Stofa 22 - 2. bekkur Stofa 23 -...
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.