• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

26. september 2014

Hreyfivika 2. - 7. október

Í næstu viku er Hreyfivika (Move week) haldin um alla Evrópu og einnig er heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Myllubakkaskóli ætlar að taka virkan þátt og verðum við því með áherslu á hollustu, hreyfingu og leiki þessa viku. Vegna slæms veðurs breyttust dagsetningarnar hjá okkur.  Við munum byrja fimmtudaginn 2. október og enda þriðjudaginn 7. október.

Það sem verður á dagskrá hjá okkur:

*Við hvetjum nemendur til að koma með hollt nesti þessa viku eins og alltaf. Best væri ef grænmeti og ávextir væru nesti vikunnar.

*Boðið verður upp á leiki á ákveðnum stöðum á skólalóðinni í fyrstu frímínútum alla þessa daga. Nemendur á unglingastigi stjórna leikjunum. Endilega hvetjið ykkar börn til að taka þátt.

*Kennarar fara út í leiki eða gönguferðir eða gera annað sem tengist hreyfingu og heilbrigði með nemendum sínum.

*Haldið verður fótboltamót fyrir nemendur í 4. – 6. bekk og 7. – 10. bekk þriðjudaginn 7. október. Mótið er haldið á vellinum aftan við skólann og hefst kl. 14:30. Nemendur mynda sjálfir 7 manna lið sem geta bæði verið kynjablönduð og aldursblönduð. Hægt er að skrá lið til keppni til hádegis á þriðjudag hjá Hildi Maríu, Írisi eða Guðjóni Árna.

*Haldið verður víðavangshlaup á skólatíma föstudaginn 3. október. Vegalengdin er 3 kílómetrar í nærumhverfi skólans. Keppt verður til verðlauna á öllum skólastigum (1.-4. bekkur, 5. – 7. bekkur og 8. – 10. bekkur). Þeir sem ekki ætla að keppa ganga þessa sömu leið sér til skemmtunar og heilsubótar. Endilega hvetjið ykkar börn til að taka þátt.

Verum jákvæð og glöð, tökum þátt og brosum. Lífið er yndislegt!

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær