Setning ljósanætur og skertur dagur
Fimmtudaginn 4. september er setning Ljósanæturhátíðar hér við Myllubakkaskóla klukkan 10:30. Nemendur fara í stutta skrúðgöngu og raða sér síðan upp fyrir framan aðalinngang skólans ásamt öllum grunn- og leikskólum í Reykjanesbæ. Við hvetjum nemendur til að klæðast einhverju rauðu í tilefni dagsins.
Föstudagurinn 5. september er skertur nemendadagur í skólanum en þá eru nemendur búnir í skólanum klukkan 11:10. Þeir sem eru í mataráskrift geta borðað hádegismat. Áætlað er að fara með alla nemendur í göngu og bið ég ykkur um að athuga vel að börnin ykkar séu klædd eftir veðri. Frístundaskólinn er starfræktur til klukkan 16 á föstudeginum fyrir þá sem þar eru skráðir.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.