Samræmd próf 22. - 26. september
Nemendur í 4. , 7. og 10. bekk munu fara í samræmd próf í þessari viku. Nemendur eiga að vera mættir kl. 8:45 og byrja prófin kl. 9:00. Morgunmatur verður í boði foreldrafélagsins kl. 8:20-8:45 í matsal skólans. Mikilvægt er að nemendur komi úthvíldir og með hollt og gott nesti.
10. bekkur
22. september íslenska
23. september enska
24. september stærðfræði
4. og 7. bekkur
25. september íslenska
26. september stærðfræði
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.