Fréttir
Grunnskólamót í blaki
Það voru 36 hressir nemendur úr 4. – 6. bekk í Myllubakkaskóla sem fóru og kepptu í blaki í Reykjaneshöll fimmtudaginn 14. október. Gleðin og ánægjan var allsríkjandi og skemmtu nemendur sér konunglega við að spila á móti hvert öðru. Grunnskólamót í blaki er liður í að kynna íþróttina fyrir grunnskólanemendum og sást það á ánægju nemenda að dagurin...
Lesa meiraAðalfundur Foreldrafélags Myllubakkaskóla
Aðalfundur Foreldrafélags skólans verður haldinn í Myllubakkaskóla næstkomandi miðvikudag, 20 október, klukkan 18:30.Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf verður farið yfir hver staðan er í mygluskemmdum Myllubakkaskóla. Staðan þar er grafalvarleg....
Lesa meiraVetrarfrí
Mánudaginn 18. október og þriðjudaginn 19. október er vetrarfrí. Engin kennsla er þessa daga. Frístundaheimilið er einnig lokað. Nemendur mæta skv. stundaskrá miðvikudaginn 20. október....
Lesa meiraBleikur dagur á morgun
Á morgun 15. október verður bleikur dagur í Myllubakkaskóla en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Til að sýna baráttunni stuðning hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bleiku þennan dag....
Lesa meiraFrístund lokar fyrr 11. okt og 13. okt
Kæru foreldrar og forráðamennVegna funda hjá starfsfólki skólans þá mun frístund loka kl. 14:45 bæði mánudaginn 11. okt. og miðvikudaginn 13. okt. Við afsökum ónæðið sem þetta kann að skapa en biðjum ykkur um að sækja börnin ykkar tímanlega. Athugið að þau börn sem fara á æfingar kl. 15:00 þessa daga ná að nýta sér aksturinn. Þau eru sótt kl. 14:35...
Lesa meiraHafragrautur
Mánudaginn 4. október ætlum við í Myllubakkaskóla að byrja á að bjóða upp á hafragraut að nýju. Grauturinn verður framreiddur frá klukkan 7:45 - 08:05. Hlökkum til að sjá sem flesta í graut....
Lesa meiraSKÓLASLIT í október - lestrarupplifun
Í október munu nemendur á mið- og unglingastigi taka þátt í lestrarupplifun sem Ævar vísindamaður stýrir. Verkefnið fékk styrk úr Sprotasjóði til þess að efla áhuga drengja á lestri. Verkefnið hefur þróast inn á nýjar brautir í lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu ásamt því að áhugasvið og hugmyndir nemenda fái að njóta sín á fj...
Lesa meiraÖflugir strákar
Drengirnir í 6. og 7. bekk hafa síðustu 4 vikurnar verið á námskeiðinu Öflugir strákar hjá Bjarna Fritz. Tímarnir voru vel nýttir og lærðu drengirnir m.a. muninn á jákvæðri og neikvæðri sjálfsmynd, að vinna með eigin styrkleika, núvitund og að hugsa út fyrir kassann. Auk þess voru skemmtilegir og fjörugir samvinnu- og tjáningaleikir. Bjarni kvaddi ...
Lesa meiraSafnfræðsla í Duushúsum
Í síðustu viku var dagur íslenskrar náttúru og list - og verkgreinakennarar í Myllubakkskóla einbeittu sér að fara með sína bekki í göngutúra. Meðal annars var farið í safnfræðslu í Duushúsum. Bekkirnir fengu leiðsögn frá Helgu Arnbjörgu Pálsdóttur sérfræðingi hjá Listasafni Reykjanesbæjar um sýningarnar Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur og samsýn...
Lesa meiraList fyrir alla
Fimmtudaginn 16. september kom Leikhópurinn Lotta í heimsókn í Myllubakkaskóla með sýninguna Litla gula syrpan. Nemendur í 1. – 4. bekk fengu að horfa á og skemmtu sér mjög vel. List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum lis...
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.