Grunnskólamót í blaki
Það voru 36 hressir nemendur úr 4. – 6. bekk í Myllubakkaskóla sem fóru og kepptu í blaki í Reykjaneshöll fimmtudaginn 14. október. Gleðin og ánægjan var allsríkjandi og skemmtu nemendur sér konunglega við að spila á móti hvert öðru. Grunnskólamót í blaki er liður í að kynna íþróttina fyrir grunnskólanemendum og sást það á ánægju nemenda að dagurinn hafi gengið vel.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.