• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

1. október 2021

SKÓLASLIT í október - lestrarupplifun

SKÓLASLIT í október - lestrarupplifun

Í október munu nemendur á mið- og unglingastigi taka þátt í lestrarupplifun sem Ævar vísindamaður stýrir. Verkefnið fékk styrk úr Sprotasjóði til þess að efla áhuga drengja á lestri. Verkefnið hefur þróast inn á nýjar brautir í lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu ásamt því að áhugasvið og hugmyndir nemenda fái að njóta sín á fjölbreyttan hátt.

SKÓLASLIT er hrollvekja í þrjátíu og einum hluta. Sagan fjallar um hóp af krökkum sem lokast inni í skólanum sínum á hrekkjavöku. Já, og uppvakninga. Ótrúlega marga uppvakninga. Á hverjum degi í október mun birtast einn kafli úr sögunni Skólaslit eftir Ævar Þór í myndlýsingu Ara Hlyns Guðmundssonar Yates. Sagan er sögð með miðstig grunnskóla í huga en er í raun fyrir alla sem þora.

Hér má sjá heimasíðu Skólaslita og kynna sér nánar verkefnið og hér má stutt myndband

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær