Veglegur styrkur til Viðju
Anna Lilja Jóhannsdóttir, verkefnastjóri í Viðju, og Hlynur Jónsson, skólastjóri, tóku á móti styrk frá Blue bílaleigu í síðustu viku. Styrkurinn nemur 1.150.000 kr. og rennur hann til Viðju, sem er nýtt sérhæft námsúrræði innan skólans sem stofnað var í haust. 
Blue heldur árlegt Góðgerðarfest til styrktar góðum málefnum og þakkar Myllubakkaskóli Blue bílaleigu kærlega fyrir að Viðja hafi hlotið styrk að þessu sinni. Hann mun koma að góðum notum við uppbyggingu úrræðisins.
Myllubakkaskóli þakkar Blue bílaleigu kærlega fyrir styrkinn sem mun koma að góðum notum við uppbyggingu Viðju.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
 
			Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.
 



