Skólaslit
Skólaslit Myllubakkaskóla fóru fram í dag. Bryndís skólastjóri rifjaði upp skemmtilega viðburði frá skólaárinu sem er að ljúka. Nemendur í 3. - 9. bekk sungu lögin Lítill drengur og Kröfuharðir krakkar. Einnig fluttu nemendur Tónlistarskóla Reyjanesbæjar tónverk undir stjórn Tone. Tíundi bekkur var kvaddur sérstaklega og nemendum, foreldrum og starfsfólki boðið upp á kaffiveitingar eftir fallega athöfn á sal. Á öllum skólaslitum voru veittar viðurkenningar sem skoða má hér.
Myndir frá skólaslitum má sjá í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.