Skólasetning 28. ágúst
Skólasetning Myllubakkaskóla verður mánudaginn 28. ágúst.
Nemendur í 2. - 4. bekk mæta kl. 8:10 í Myllubakkaskóla.
Nemendur í 5. - 7. bekk mæta kl. 8:10 í Akademíuna.
Nemendur í 8. - 10. bekk mæta í skólann kl. 12:00 í Akademíuna.
Nánari upplýsingar um í hvaða stofu nemendur eiga að mæta hafa verið sendar í tölvupósti til foreldra/forráðamanna.
Við viljum bjóða ykkur að mæta með börnunum ykkar, en eftir stutta athöfn og upplýsingagjöf halda börnin áfram skóladeginum sínum samkvæmt stundatöflu.
Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal með foreldrum sínum (tímasetning á viðtali kemur í tölvupósti).Frístund verður í boði frá kl. 8:30 - 16:00, fyrir þau börn í 1. bekk sem eru nú þegar skráð í frístund. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. ágúst.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.