Skólasetning 2024 - 2025
Nú er skólastarfið að fara af stað. Nemendur í 1. - 10. bekk eiga að mæta á skólasetningu föstudaginn 23. ágúst. Skólasetning verður um morguninn og í kjölfarið hefst fyrsti skóladagurinn hjá nemendum. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir á skólasetningu síns barns.
Bílastæði eru af skornum skammti við skólann og hvetjum við ykkur því til að koma gangandi eða hjólandi með barninu ykkar, en það er einnig góð leið til að sýna því örugga leið í skólann.
Foreldrar nemenda sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk munu hitta umsjónarkennara á miðvikudag 21. ágúst eða fimmtudag 22. ágúst. Tímasetning var send í tölvupósti.
Nokkrir punktar:
- Það hafa orðið ýmsar breytingar í sumar og eru framkvæmdir enn í gangi hjá okkur, biðjum við því ykkur um að koma inn í skólann af skólalóðinni, þ.e. fyrir aftan skólann.
- Rafhlaupahjól eru ekki leyfð á skólalóðinni því nemendum yngri en 13 ára er nú orðið óheimilt að vera á slíkum farartækjum.
-Skólamáltíðir verða í boði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu, en foreldrar munu þurfa að skrá börnin sín hjá Skólamat vilji þau þiggja mat í hádeginu.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.