Skólabyrjun
Þá er skólastarfið komið á fullt með öllu tilheyrandi. Það er alltaf dásamlegt þegar rútínan byrjar aftur eftir gott sumarfrí. Vikan hefur gengið vonum framar og má sjá gleðina skína úr augum nemenda okkar.
Söngstundirnar sem festu sig í sessi í Myllubakkaskóla á síðasta skólaári munu halda ótrauðar áfram enda fátt sem veitir meiri gleði, virkjar samkennd og bætir skólabrag en fallegur samsöngur nemenda.
Yngsta stigið í Myllubakkaskóla kom saman í lok skóladags og söng sig inn í fyrsta helgarfrí vetrarins og ómaði söngurinn um allan skóla.
Meðfylgjandi eru myndir af söngstundinni og einnig hlekkur á stutt myndbrot sem við mælum með að allir kíki á.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.