• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

5. desember 2025

Rithöfundar í heimsókn

Siðustu vikur hafa nemendur í 4.–7. bekk fengið skemmtilega gesti í heimsókn en tveir vinsælir rithöfundar komu og kynntu nýjar barnabækur sínar.

Gunnar Helgason kom til okkar í síðustu viku og kynnti fyrir nemendum bókina Birtingur og símabannið mikla. Nemendur hlustuðu af miklum áhuga og Gunnar náði einstaklega vel til þeirra með skemmtilegum frásögnum og húmor eins og honum einum er lagið.

Í gær kom svo Bjarni Fritzson og kynnti nýjar bækur sem hann er að gefa út. Bjarni náði vel vel til nemenda líkt og Gunnar og tóku þeir svo þátt í spurningarkeppni úr bókunum hans í lokin. Bjarni gaf skólanum bekkjarsett af bókunum Ævintýri Orra og Möggu og þökkum við honum kærlega fyrir.

Heimsóknir rithöfunda eru alltaf kærkomnar og hvetja nemendur til lestrar, sköpunar og frjórrar umræðu um bækur. Skólinn þakkar Gunnari og Bjarna kærlega fyrir komuna.

 

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær