• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

28. janúar 2026

Leikhúsferð á Galdrakarlinn í Oz

Inga Sóllilja Arnarsdóttir, nemandi í 5. bekk í Myllubakkaskóla, leikur í leikritinu Galdrakarlinn í Oz sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Sóllilja, eins og hún er gjarnan kölluð, tók síðastliðinn föstudag þátt í generalprufu verksins þar sem hún fer með hlutverk í sýningunni.

Sóllilja hefur tekið þátt í undirbúningsferli sýningarinnar síðustu mánuði og var gaman að sjá afraksturinn á sviðinu í Borgarleikhúsinu. Nemendum í bekknum hennar var boðið á generalprufuna og sáu þeir bekkjarsystur sína fara á kostum á sviðinu. Fyrir marga var þetta fyrsta leikhúsferðin þeirra, sem gerði upplifunina enn sérstæðari og eftirminnilegri.

Samnemendur og kennarar Sóllilju voru afar stolt af henni og því hve vel hún stóð sig í sýningunni. Það er alltaf ánægjulegt að sjá nemendur taka þátt í skapandi starfi utan skólans.

Við hvetjum alla til að fara á sýninguna á Galdrakarlinum í Oz í Borgarleikhúsinu, en hún hefur hlotið mjög góða dóma.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær