• Skrifstofan er opin frá:

  Mán - fim: 7:45 - 15:30
  Fös: 7:45 - 14:00

 • Sími á skrifstofu

  420 1450

30. maí 2024

Kúlubrautakeppni

Kúlubrautakeppni

Í dag var haldin kúlubrautakeppni hjá nemendum í  5. bekk. Nemendur höfðu safnað saman efnivið í um tvo mánuði á undan til að hafa úr sem mestu að moða. Þeir söfnuðu  aðallega tómum eldhús- og salernisrúllum, Pringels og Piknik dollum. 

Nemendum var skipt upp í tveggja til þriggja manna lið. Öllum liðum var afhentur bakki með efnivið, skærum, límbandi og kúlu. Í keppninni reynir á útsjónarsemi, samvinnu, rýmisgreind, hugmyndaflug og ýmislegt annað hjá nemendum. Brautirnar voru eins misjafnar og þær voru margar. Allar flottar og unnar af metnaði.  

Eins og í öllum alvöru keppnum voru óháðir dómarar í þetta skiptið aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri. Dæmdu þeir um allskyns viðurkenningar t.d. besta brautin, frumlegasta brautin og flottasta nafnið á braut. 

Allir voru sammála um að þetta væri skemmtilegur dagur. 

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

 • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
 • FFGÍR
 • Reykjanesbær - Menntastefna
 • Reykjanesbær