Jólakort sem gleðja granna
Í desember hafa nemendur skólans unnið verkefni undir yfirskriftinni „Dreifum gleði og jólaanda“. Verkefnið sækir innblástur í gamla hefð Myllubakkaskóla þar sem nemendur skrifuðu jólakort til eldri íbúa Reykjanesbæjar. Markmiðið var að gleðja aðra og um leið kenna nemendum að gefa af sér, vinna af nákvæmni og sýna vandvirkni.
Í ár var þessi hefð endurvakin, þó með nýjum hætti. Nemendur útbjuggu stutta jólakveðju sem síðan var borin út í nærliggjandi hús, í sameiginlegri skammdegisgöngu með umsjónarkennara.
Í morgun kom nágranni skólans, sem hafði fengið jólakveðju heim, með óvæntan glaðning til nemenda í 7. bekk. Nemendur fengu sælgæti ásamt fallegu, handskrifuðu þakkarkorti sem vakti mikla gleði og sýndi vel hversu mikil áhrif svona einföld góðverk geta haft.
Ljóst er að verkefnið er nú orðið árlegri hefð og haldið verður áfram að byggja upp jákvæð tengsl milli skólans og nærumhverfis.


Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.



