Breski sendiherrann í heimsókn: Fræðsla um tækni og framtíðarstörf
Í morgun fengu nemendur í 5. og 6. bekk skemmtilega heimsókn þegar sendiherra Bretlands á Íslandi, Dr. Bryony Mathew, kom í skólann ásamt þeim Sunnu Marteinsdóttur og Berglindi Jónsdóttur frá sendiráðinu. Þær héldu áhugaverða kynningu í sal skólans.
Tilefni heimsóknarinnar var Digiworld fræðsla sem var fléttuð inn í bókakynningu á barnabókinni Tæknitröll og íseldfjöll, sem Dr. Mathew skrifaði. Ein persónan í bókinni er netöryggisstjóri og farið var aðeins yfir slík mál og börnin kynnt fyrir leiknum.
Bókin, sem kom út haustið 2022, fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar – með áherslu á störf tengd vísindum og tækni. Hún er á íslensku og gefin skólum og bókasöfnum.
Í upphafi kynningarinnar svöruðu nemendur stuttum spurningalista sem hvatti þau til að velta fyrir sér eigin styrkleikum og framtíðarstörfum. Að því loknu hlustuðu þau af áhuga á kynningu um bókina og efni hennar. Nemendur fengu einnig bókamerki og upplýsingar um hvernig hægt er að lesa bókina í heild sinni á netinu.
Við í Myllubakkaskóla þökkum Bryony, Sunnu og Berglindi kærlega fyrir heimsóknina, áhugaverða kynningu og veglega bókagjöf.
Hægt er að skoða bókina Tæknitröll og íseldfjöll á netinu hér:
www.tekknitroll.is
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.